Varnarmál Þórdís Kolbrún á fundi með Charles Q. Brown í gær.
Varnarmál Þórdís Kolbrún á fundi með Charles Q. Brown í gær. — Ljósmynd/Stjórnarráðið

Áskor­an­ir í ör­ygg­is­mál­um, sam­starf á norður­slóðum og tví­hliða varn­ar­sam­starf Íslands og Banda­ríkj­anna voru meðal mál­efna sem rædd voru á fundi Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra og Char­les Q. Brown, for­manns banda­ríska her­ráðsins. Um var að ræða fyrstu heim­sókn for­manns banda­ríska her­ráðsins til Íslands í ár­araðir.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu. „Við átt­um gott sam­tal um þróun ör­ygg­is­mála og þær áskor­an­ir sem við stönd­um frammi fyr­ir í dag bæði á hernaðarsviðinu og vegna marg­vís­legra fjölþátta­ógna,“ er haft eft­ir Þór­dísi Kol­brúnu í til­kynn­ing­unni.