Fellibylurinn Milton dró hvergi af sér er hann gerði strandhögg við eyjuna Siesta Key í Mexíkóflóa á miðvikudagskvöldið og hélt þaðan inn yfir Flórídaríki, þar sem sextán manns hafa nú fundist látnir auk þess sem eyðileggingin blasir við hvarvetna
Stífla Umferðarþunginn á Þjóðvegi 4 milli Orlando og Tampa í gær var margfaldur miðað við hið hversdagslega.
Stífla Umferðarþunginn á Þjóðvegi 4 milli Orlando og Tampa í gær var margfaldur miðað við hið hversdagslega. — AFP/Giorgio Viera

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

Fellibylurinn Milton dró hvergi af sér er hann gerði strandhögg við eyjuna Siesta Key í Mexíkóflóa á miðvikudagskvöldið og hélt þaðan inn yfir Flórídaríki, þar sem sextán manns hafa nú fundist látnir auk þess sem eyðileggingin blasir við hvarvetna.

Lenny Lopez hefur haft heimili sitt um borð í bátum síðustu fjóra áratugina og var felmtri sleginn er hann lýsti ástandinu fyrir bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN í gær, en þeir kötturinn Roscoe höfðu þá siglt frá smábátahöfn í Ruskin á núverandi sjófari Lopez, sem hann hefur átt í aldarfjórðung og tengst tilfinningaböndum, og var ætlunin að forðast að verða á vegi Miltons enda óttast Lopez bátsmissi.

Hélt að komið væri að því

„Þetta er í fyrsta sinn

...