Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Við þurfum að byggja meira húsnæði og það þarf að gerast hratt. Okkur fjölgar hratt hér á landi og eftirspurnin eftir húsnæði er meiri en framboð. Skilvirkni í uppbyggingu húsnæðis er því mjög mikilvæg en við verðum á sama tíma að huga að gæðum húsnæðisins sem er byggt. Íbúðir sem byggðar eru í dag eru húsnæði fyrir framtíðarkynslóðir okkar og við verðum að hafa það hugfast.

Í húsnæðisstefnu sem samþykkt var á Alþingi í sumar er áhersla lögð á gæði íbúðarhúsnæðis í allri hönnun. Í því samhengi er til dæmis um að ræða dagsbirtu, hreint loft, góða hljóðvist, aðgengi og að húsnæði uppfylli rýmisþörf daglegra athafna. Árið 2023 var ákveðið að hefja gagngera endurskoðun á byggingarreglugerð og sú vinna stendur yfir.

Það hefur einnig verið kallað eftir reglum um ljósvist, og þá helst dagslýsingu, í byggingarreglugerðina undanfarin ár og gagnrýni heyrst um

...

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir