Á meðan formenn stjórnarflokkanna halda spilunum mjög nærri sér um framtíð ríkisstjórnarinnar ríkir mikil óvissa um það hvað gerist næst á stjórnmálasviðinu. Það mátti greina á vettvangi Spursmála í gær þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, …
Atgangur Ráðherrann Áslaug Arna vaktar símann skömmu fyrir útsendingu. Ljóst var að hlutirnir gætu þróast mjög hratt í gær, sem raunin varð.
Atgangur Ráðherrann Áslaug Arna vaktar símann skömmu fyrir útsendingu. Ljóst var að hlutirnir gætu þróast mjög hratt í gær, sem raunin varð. — Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Mogensson

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Á meðan formenn stjórnarflokkanna halda spilunum mjög nærri sér um framtíð ríkisstjórnarinnar ríkir mikil óvissa um það hvað gerist næst á stjórnmálasviðinu.

Það mátti greina á vettvangi Spursmála í gær þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mætti á svæðið ásamt Bergþóri Ólasyni, þingflokksformanni Miðflokksins, og Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum.

Ein skýrasta birtingarmyndin var sú að ráðherra hélt síma sínum nærri sér, meðal annars meðan á útsendingu stóð, enda var á allra vitorði að

...