1930 „Hún er ein þeirra, sem starfa í kyrþey, ein þeirra sem byggir landið, hvar sem hún á heima.“ G.Ó. um Helgu Guðmundsdóttur.
Listakona Nína Sæmundsson árið 1956. Hún virðist hafa átt Helgu í Kaupmannahöfn mikið að þakka.
Listakona Nína Sæmundsson árið 1956. Hún virðist hafa átt Helgu í Kaupmannahöfn mikið að þakka.

Baksvið

Orri Páll Ormarsson

orri@mbl.is

Í 110 og hér um bil 111 ára sögu Morgunblaðsins hafa margar hetjur komið við sögu; fólk sem sett hefur sterkan svip á samfélag okkar, verið áberandi fyrir einar sakir eða aðrar, unnið margvísleg afrek og jafnvel barið sér á brjóst. Inni á milli má líka finna fólk af allt öðrum toga, fólk sem unnið hefur sín störf og eftir atvikum afrek bak við tjöldin en eigi að síður snert hjörtu margra. Svokallaðar hvunndagshetjur.

Af einni slíkri var hermt á síðum þessa blaðs haustið 1930 undir ofureinfaldri fyrirsögn – Helga Guðmundsdóttir. Um pennann hélt G. nokkur Ó. Mál sitt hóf hann á þessum orðum:

„Fyrir mörgum árum fór 15 ára gömul stúlka hjeðan af landi burt til

...