Hornafjörður er kominn á stjörnuheimskortið,“ segir Snævarr Guðmundsson, jöklafræðingur á Náttúrustofu Suðausturlands, sem var í mars tilnefndur af landsnefnd Stjarnvísindafélags Íslands, og gerður að heiðursfélaga í Alþjóðasambandi stjarnfræðinga (IAU, International Astronomical Union)
Hornafjörður Kvennakór Hornafjarðar og makar þeirra, Jöklabræður, klæddu sig upp í tilefni októberfesthátíðar.
Hornafjörður Kvennakór Hornafjarðar og makar þeirra, Jöklabræður, klæddu sig upp í tilefni októberfesthátíðar. — Ljósmynd/Kvennakórinn

Úr Bæjarlífinu

Albert Eymundsson

Höfn í Hornafirði

Hornafjörður er kominn á stjörnuheimskortið,“ segir Snævarr Guðmundsson, jöklafræðingur á Náttúrustofu Suðausturlands, sem var í mars tilnefndur af landsnefnd Stjarnvísindafélags Íslands, og gerður að heiðursfélaga í Alþjóðasambandi stjarnfræðinga (IAU, International Astronomical Union). Aðeins 34 aðrir einstaklingar í heiminum hafa hlotið þennan heiður. Snævarr er menntaður landfræðingur og jöklafræðingur, þekktur fjallamaður og klifrari sem hefur gefið út fræðibækur o.fl. Snævarr er áhugamaður um stjarnfræði.

„Ég kaus að setjast að í Nesjum þegar ég flutti til Hornafjarðar vegna veðurfars í héraðinu en það hefur áhrif á hversu góðir möguleikar eru til stjörnuskoðunar. Þar hef ég komið mér upp

...