Vegagerðin hefur boðið út vinnu við yfirferð, endurskoðun og uppfærslu fyrirliggjandi frumdraga vegna Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, frá Álftanesvegi að Lækjargötu. Fram kemur í útboðslýsingu að um sé að ræða samræmingu hönnunarvinnu og greininga…
Hafnarfjörður Reykjanesbraut/Lækjargata. Þarna er þung umferð.
Hafnarfjörður Reykjanesbraut/Lækjargata. Þarna er þung umferð. — Morgunblaðið/sisi

Vegagerðin hefur boðið út vinnu við yfirferð, endurskoðun og uppfærslu fyrirliggjandi frumdraga vegna Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, frá Álftanesvegi að Lækjargötu.

Fram kemur í útboðslýsingu að um sé að ræða samræmingu hönnunarvinnu og greininga úr tvennum frumdrögum, annars vegar mislægum lausnum í núverandi vegstæði skv. gildandi aðalskipulagi og hins vegar jarðgöngum í gegnum Setbergshamar.

Verkefnið er hluti af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt uppfærðum sáttmála eiga framkvæmdir að hefjast á þessum kafla árið 2028.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og á grundvelli matsþátta og verðs. Ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. um hæfni og verðtilboð.

Verkfræðistofur

...