Heildarkostnaður vegna breytinga og endurbóta á Grófarhúsi er áætlaður krónur 5.324.528.640. Minnisblað, dagsett 8. október sl., var kynnt á síðasta fundi menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkur. Þar kemur fram að nýtt kostnaðarmat sé í lokavinnslu…
Grófarhús Borgarstjórn samþykkti í fyrra að endurnýja húsið og stækka.
Grófarhús Borgarstjórn samþykkti í fyrra að endurnýja húsið og stækka. — Morgunblaðið/sisi

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Heildarkostnaður vegna breytinga og endurbóta á Grófarhúsi er áætlaður krónur 5.324.528.640.

Minnisblað, dagsett 8. október sl., var kynnt á síðasta fundi menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkur. Þar kemur fram að nýtt kostnaðarmat sé í lokavinnslu hjá Eflu verkfræðistofu og fyrstu tölur sýni að verkefnið sé innan þeirra marka sem lagt var upp með og samþykkt var 22. júní í borgarstjórn í fyrra, eða 5,3 milljarðar króna.

Efla ætlar að framkvæmdakostnaður verði 4.159.788.000 kr. og kostnaður við hönnun og verkefnastjórn krónur 1.164.740.640. Fram kemur í kynningunni að við stjórn verkefnisins hafi athugasemdir verði teknar inn snemma í ferlinu til að koma í veg fyrir dýr mistök síðar.

...