Nauðsynlegt er að bregðast við hækkun húshitunarkostnaðar hjá notendum fjarvarmaveitna með auknum niðurgreiðslum úr ríkissjóði, en hækkunin er tilkomin vegna verðhækkana Landsvirkjunar á skerðanlegri raforku sem aftur er tilkomin vegna orkuskorts í landinu
Tungudalur Jarðhitaleit hefur staðið yfir í Tungudal við Ísafjarðarbæ og hefur hún skilað góðum árangri. Jarðhitinn mun nýtast til húshitunar.
Tungudalur Jarðhitaleit hefur staðið yfir í Tungudal við Ísafjarðarbæ og hefur hún skilað góðum árangri. Jarðhitinn mun nýtast til húshitunar. — Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Nauðsynlegt er að bregðast við hækkun húshitunarkostnaðar hjá notendum fjarvarmaveitna með auknum niðurgreiðslum úr ríkissjóði, en hækkunin er tilkomin vegna verðhækkana Landsvirkjunar á skerðanlegri raforku sem aftur er tilkomin vegna orkuskorts í landinu.

Þetta kemur fram í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni.

„Það kostar að hafa ekki aðgang að ódýrri íslenskri grænni orku og þetta er ein birtingarmynd þess,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Morgunblaðið.

„Okkur liggur á“

„Við höfum sem betur fer náð árangri, bæði með því að finna heitt vatn og hefja

...