Andrea Sif Pétursdóttir, landsliðsfyrirliði í hópfimleikum, á frekar von á því að Evrópumótið sem hefst í Bakú í Aserbaídsjan á fimmtudaginn verði síðasta stórmót sitt. Þetta er sjötta EM hennar í fullorðinsflokki og áttunda samtals. „Mér finnst ég vera í betra formi en oft áður,“ segir Andrea, sem sleit hásin í fæti á síðasta Evrópumóti þegar Ísland fékk silfurverðlaunin. » 40