Aðfaranótt föstudagsins var lífleg á himninum þegar norðurljósin létu sjá sig með nokkrum tilþrifum og voru landsmenn duglegir að birta myndir af litadýrðinni á samfélagsmiðlum. Á meðfylgjandi mynd gefur þó ekki að líta norðurljósin heldur…
— AFP/Sanka Vidanagama

Aðfaranótt föstudagsins var lífleg á himninum þegar norðurljósin létu sjá sig með nokkrum tilþrifum og voru landsmenn duglegir að birta myndir af litadýrðinni á samfélagsmiðlum.

Á meðfylgjandi mynd gefur þó ekki að líta norðurljósin heldur suðurljósin, en myndina tók ljósmyndari AFP-fréttaveitunnar á Nýja-Sjálandi í gær. Vatnið sem suðurljósin speglast fallega í heitir Ellesmere-vatn og er í útjaðri Christchurch, sem er næstfjölmennasta borgin á Nýja-Sjálandi.

Á latínu eru norðurljósin kölluð aurora borealis en þegar um suðurljósin er að ræða er heitið á latínu aurora australis.

Ekki fylgir sögunni hvaða fólk er á myndinni, eða hverra manna það er, en ekki er víst að það hafi yfirleitt orðið vart við ljósmyndarann enda upptekið af fyrirbærinu.