Íranska andófskonan Tahmineh Dehbozorgi segir það aðeins tímaspursmál hvenær klerkastjórnin í Íran riði til falls. Efnahagurinn sé í molum og sárafáir Íranar styðji stjórnina. Dehbozorgi fæddist árið 1998 í Íran en fluttist árið 2015 til Bandaríkjanna með foreldrum sínum
— Morgunblaðið/Eggert

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Íranska andófskonan Tahmineh Dehbozorgi segir það aðeins tímaspursmál hvenær klerkastjórnin í Íran riði til falls. Efnahagurinn sé í molum og sárafáir Íranar styðji stjórnina.

Dehbozorgi fæddist árið 1998 í Íran en fluttist árið 2015 til Bandaríkjanna með foreldrum sínum.

„Ég varð vitni að margvíslegum mannréttindabrotum og foreldrar mínir áttuðu sig á að þetta væri ekki góður staður til að ala upp stúlku sem vildi verða lögmaður. Ég lá ekki á skoðunum mínum, sem féllu ekki að stefnu klerkastjórnarinnar. Svo að foreldrar mínir vildu gefa mér kost á betra lífi. Við fluttum til Bandaríkjanna [á þjóðhátíðardegi þeirra] 4. júlí 2015, sem var einstök dagsetning,“ segir Dehbozorgi.

...