— Morgunblaðið/Eyþór

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sleit í gær ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

Ráðherrann greindi frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi í Stjórnarráðinu sem hann boðaði til með minna en klukkustundarfyrirvara. Skömmu áður hafði hann upplýst formenn samstarfsflokka sinna um að stjórnarsamstarfinu væri lokið.

Flokkarnir þrír hafa starfað saman í sjö ár, fyrst með 35 þingmanna meirihluta í kjölfar þingkosninganna 2017 og svo eftir kosningar fjórum árum síðar með 37 þingmanna meirihluta. Fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur síðan þá hrunið. Myndu þeir samanlagt ná 13 mönnum á þing samkvæmt síðustu fylgiskönnun Gallup.

Á fundinum í gær sagði Bjarni stjórnarflokkana hafa ólíka sýn á grundvallarmálefni, allt frá utanríkisstefnu yfir

...