Segja má að Miðflokkurinn hafi fengið ósk sína uppfyllta í gær er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og boða til kosninga í lok nóvember. Í ályktun frá flokksráðsfundi Miðflokksins var kallað eftir að flýta kosningum
Miðflokkurinn Ályktun Miðflokksins var samþykkt um helgina.
Miðflokkurinn Ályktun Miðflokksins var samþykkt um helgina. — Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson

Geir Áslaugarson

geir@mbl.is

Segja má að Miðflokkurinn hafi fengið ósk sína uppfyllta í gær er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og boða til kosninga í lok nóvember. Í ályktun frá flokksráðsfundi Miðflokksins var kallað eftir að flýta kosningum. Flokksráðsfundurinn fór fram á Selfossi á laugardag og ályktun flokksins var samþykkt samdægurs.

Stjórn á verðbólgu, aðhald í rekstri ríkisins og húsnæði á viðráðanlegu verði er meðal þess sem nefnt er í ályktun flokksins og að vinna að setningu nýrra útlendingalaga

...