Píanóleikarinn Benjamín Gísli Einarsson leikur einleik á flygilinn í Hljóðbergi í Hannesarholti annað kvöld kl. 20. „Á efnisskránni verða frumsamin verk eftir Benjamín ásamt klassískum íslenskum perlum. Benjamín, sem er búsettur í Noregi, nýtur mikillar velgengni í tónlistarsenunni þar og kemur reglulega fram á stærstu djasshátíðum og djassklúbbum landsins. Í fyrra gaf hann út plötuna Line of Thought með tríói sínu, sem hefur fengið frábæra dóma víða um heim,“ segir í viðburðarkynningu. Miðar fást á tix.is.