Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Ákveðið hefur verið að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og ástæðan er einföld. Stjórnmál snúast um að ná raunverulegum árangri fyrir þjóðina en það var orðið ljóst að fram undan voru átök í stað árangurs. Við þær aðstæður er eina ábyrga leiðin að boða til kosninga. Ríkisstjórnarsamstarf, eins og allt farsælt samstarf, byggir á gagnkvæmu trausti og órofa samstöðu.

Á þeim sjö árum sem Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn störfuðu saman í ríkisstjórn náðist margvíslegur árangur og Ísland stendur nú framar mörgum þjóðum þrátt fyrir fordæmalausar áskoranir sem hafa dunið á samfélaginu.

Ísland skarar fram úr öðrum þjóðum. Ekkert annað land getur státað sig af kaupmáttaraukningu 11 ár í röð samhliða sögulega litlu atvinnuleysi. Langtímakjarasamningar hafa skapað stöðugleika á vinnumarkaði. Þetta er árangur sem við getum verið stolt af, en jafnframt hvatning til

...

Höfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir