Frank Walter Sands, athafnamaður og stofnandi veitingastaðanna Vegamóta og Reykjavík Bagel Company, er látinn, aðeins 58 ára gamall. Frank lést á sjúkrahúsinu í Avignon 8. október sl. af völdum hastarlegra ofnæmisviðbragða og hjartaáfalls þar sem hann var staddur í fríi í Suður-Frakklandi.

Frank lætur eftir sig þrjár dætur, Zoë Völu, f. 1995, Phoebe Sóleyju, f. 1998, og Hebu Leigh, f. 2005.

Frank fluttist til Íslands árið 1991. Hann kynntist fyrrverandi eiginkonu sinni, Auðbjörgu Halldórsdóttur, í Boston, þar sem þau voru bæði við nám í Boston University. Þau giftust árið 1992 og skildu 2021.

Frank kom víða við á starfsævi sinni á Íslandi. Hann kenndi m.a. ensku við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum og þýsku við Menntaskóla Borgarfjarðar. Hann stofnaði og rak veitingastaðinn Vegamót 1997-2000, sem nú er rekinn undir

...