Fáheyrt er að þingmenn á Alþingi séu lýstir „persona non grata“ af öðru ríki. Alþingi ber að mótmæla þessu harðlega og því sem hér er lýst.
Birgir Þórarinsson
Birgir Þórarinsson

Birgir Þórarinsson

Loftslagsráðstefna er fram undan, hún ber heitið COP29. Í nóvember nk. stendur til að allt að 50 manns frá Íslandi fari til Bakú í Aserbaídsjan, þar sem talað verður um loftslag og veðurfar. Hér ætla ég ekki að tala um veðrið þó svo að ég sé áhugamaður um veðurfar. Ég get upplýst að ég mun ekki fara til Bakú þar sem ég er óvelkominn þangað. Skiptir þá engu þótt ég fengi borgað fyrir það, eins og flestir þeir sem þangað fara. Ég fór hins vegar til Nagorno-Karabakh árið 2020 þegar stríð geisaði þar.

Hröktu 120 þúsund Armena á flótta

Ég heyrði sprengjuregnið dynja yfir og sá með eigin augum hvernig Aserar sprengdu allt sem fyrir varð; skóla, sjúkrahús, kirkjur og heimili saklausra borgara. Árið 2023 tókst þeim síðan að hrekja alla borgara Karabakh, 120 þúsund manns, burt frá heimkynnum sínum eftir

...