Vestur-Íslendingurinn Ainsley Hebert heillaðist af fyrstu upplifun sinni af Íslandi og Íslendingum í stuttri heimsókn til Íslands fyrir um fjórum mánuðum og er enn hugsi yfir óvæntum en gleðilegum móttökum
Í Álftaneskirkju Ainsley og sr. Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back.
Í Álftaneskirkju Ainsley og sr. Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Vestur-Íslendingurinn Ainsley Hebert heillaðist af fyrstu upplifun sinni af Íslandi og Íslendingum í stuttri heimsókn til Íslands fyrir um fjórum mánuðum og er enn hugsi yfir óvæntum en gleðilegum móttökum. „Við fundum alls staðar fyrir mikilli hlýju og alltaf voru allir af vilja gerðir til að greiða götu okkar,“ segir hún.

Eins og fram kom á þessum stað um miðjan júní komu vinkonurnar Ainsley og Lorna Sanderson, sem búa í The Pas, um 625 km norðvestur af Winnipeg í Manitoba í Kanada, til landsins í þeim tilgangi að gefa Álftaneskirkju á Mýrum eintak af Nýja testamenti Biblíunnar, sem Einar Þorvaldsson (1885-1975) frá Þverholtum á Mýrum og móðurafi Ainsley fékk að gjöf, þegar hann flutti vestur um haf 1912.

...