Nú er öldin önnur og banna verður vasahnífa.
Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson

Guðni Ágústsson

Hættulegasta vopn samtímans á Íslandi er vasahnífurinn. Hvers vegna ganga börn og unglingar með vasahnífa á sér? Stafar það af sjálfsvörn eða einbeittum vilja til að meiða og ógna öðrum? Á síðustu misserum hafa dunið yfir þjóðina frásagnir af hnífstungum og, sem er enn hörmulegra, unglingamorðum. Saklausir góðir krakkar eru myrtir eins og í glæpamyndum. Hvað er til ráða spyrja allir þeir sem standa á öndinni af hryllingi. Auðvitað verður að beina sjónum að barninu sjálfu og heimilinu, vekja foreldra til ábyrgðar. Setja í gang samræður innan veggja skólanna og taka utan um blessuð börnin og unglingana. Foreldrar verða að vakna og vera á vaktinni yfir sínu barni og unglingi og mæta á vettvang. Nú er vasahnífurinn eins og byssustingur og skilyrðislaust á að banna að börn og unglingar gangi með hnífa á sér. Sú var tíðin hvað mína kynslóð varðaði að við vorum hvött til að ganga með

...