Heimsfaraldur kórónuveiru og stríð sem nú geisa hafa orðið til þess að spurningar verða áleitnari um hver staða okkar er á hættustund. Við búum á eyju og erum háð innflutningi á ýmsum sviðum. Því ættum við að setja niður viðmið um birgðir og búnað,…
Oddný Harðardóttir
Oddný Harðardóttir

Heimsfaraldur kórónuveiru og stríð sem nú geisa hafa orðið til þess að spurningar verða áleitnari um hver staða okkar er á hættustund. Við búum á eyju og erum háð innflutningi á ýmsum sviðum.

Því ættum við að setja niður viðmið um birgðir og búnað, tæki og tól sem þurfa að vera til staðar í landinu þegar hættu- eða neyðarástand skapast. Á þetta hefur þjóðaröryggisráð bent. Þetta á við um lágmarksbirgðir matvæla, lyfjabirgðir, olíubirgðir og viðhaldshluti raforku- og fjarskiptakerfis. Einnig um hreinlætisvörur, sótthreinsandi efni og skordýraeitur, salt til hálkuvarnar og ísingareyði fyrir flugvélar. Fleira mætti telja.

Við þurfum að vita hvaða vörur og tæki teljist nauðsynlegar til að tryggja lífsafkomu þjóðarinnar og vernda líf og heilsu almennings. Einnig til að tryggja órofa virkni mikilvægra innviða samfélagsins og þjónustu til að sinna brýnustu þörfum

...

Höfundur: Oddný Harðardóttir