Ábyrgðarleysi Vinstri grænna er með ólíkindum

Það er varla von að margir kjósendur klóri sér í kollinum yfir snúningum í pólitíkinni eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra varð að játa hið augljósa – að Vinstri grænir undir forystu Svandísar Svavarsdóttur vildu ríkisstjórnina feiga, án þess þó að segja það. Og án þess að ætla að gefa færi á minnsta samstarfi í ríkisstjórn eða á Alþingi. Öðru nær, því Vinstri grænir sögðu beinlínis að þeir ætluðu ekki einu sinni að standa við fyrirheit um afgreiðslu stjórnarmála.

Slíkt „samstarf“ í ríkisstjórn er ekki á vetur setjandi og landsmönnum óboðlegt. Niðurstaða Bjarna gat við svo búið ekki orðið önnur en raunin er orðin, enda létu Vinstri grænir ekkert tækifæri ónotað til þess að reyna frekar á annálað þolgæði hans.

Í gær féllst Halla Tómasdóttir forseti Íslands svo á þingrofsbeiðni forsætisráðherra, en kosningar

...