Mikilvægt er að stjórnvöld gefi skýr skilaboð í yfirstandandi viðræðum um einbeittan vilja til að snúa núverandi þróun við.
Unnur Berglind Friðriksdóttir
Unnur Berglind Friðriksdóttir

Guðbjörg Pálsdóttir, Steinunn Þórðardóttir, Sandra B. Franks, Unnur Berglind Friðriksdóttir

Heilbrigðiskerfið stendur nú á tímamótum. Skjólstæðingum þess mun fjölga verulega á næstu árum og kerfið mun glíma við mun stærri og flóknari vanda en áður. Þetta er staðreynd sem legið hefur fyrir lengi og verið margítrekuð án þess að farið hafi verið í samstillt átak til að mæta fyrirséðum vanda. Það má líkja þessu við að árið 2005 hefði legið fyrir vitneskja um væntanlegan covid-faraldur og áhrif hans á samfélagið, án þess að brugðist hefði verið við af fullum þunga. Þrátt fyrir stöðuga fjölgun eldri borgara, auk mikillar fjölgunar ferðamanna sem og íbúa landsins, og framboð sífellt dýrari úrræða í heilbrigðiskerfinu hefur hlutfall heilbrigðismála í fjárlögum ríkisins staðið í stað undanfarin ár.

Í lögum um heilbrigðisþjónustu segir að markmiðið sé að

...