Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að umdeild ummæli Einars Þorsteinssonar borgarstjóra um vanda skólakerfisins virðist eiga við einhver rök að styðjast. Eins og Morgunblaðið hefur fjallað um olli það miklu fjaðrafoki…
Lærdómur „Tölurnar sýna að vandinn er ekki – eins og má stundum ráða af umræðunni – skortur á kennurum. Þeir eru óvíða fleiri en hér,“ segir Björn.
Lærdómur „Tölurnar sýna að vandinn er ekki – eins og má stundum ráða af umræðunni – skortur á kennurum. Þeir eru óvíða fleiri en hér,“ segir Björn. — Morgunblaðið/Hari

Viðtal

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að umdeild ummæli Einars Þorsteinssonar borgarstjóra um vanda skólakerfisins virðist eiga við einhver rök að styðjast.

Eins og Morgunblaðið hefur fjallað um olli það miklu fjaðrafoki um miðjan mánuðinn þegar borgarstjóri tók til máls á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, en í umræðu um vandamál skólakerfisins og yfirvofandi kennaraverkfall sagði hann kennara „veikari en nokkru sinni fyrr og kenna minna“. Voru viðbrögðin slík að nokkrum dögum síðar þurfti Einar að funda með fulltrúum kennara og biðja þá afsökunar.

Viðskiptaráð birtir í dag samantekt sem styður við fullyrðingar Einars: „Við tókum saman helstu tölfræði sem snýr

...