Með aðildinni að EES-samningnum höfum við Íslendingar einfaldlega bundið okkur á klafa hnignandi markaðar miðað við önnur markaðssvæði.
Hjörtur J. Guðmundsson
Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur J. Guðmundsson

Vaxandi umræða um það hvort rétt sé fyrir okkur Íslendinga að vera áfram aðilar að EES-samningnum er afar skiljanleg þótt Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar telji hana óskiljanlega samanber pistill hennar í Morgunblaðinu á dögunum þar sem hún hélt því enn fremur meðal annars fram að án samningsins færum við aftur í torfkofana. Eða eins og hún kaus að orða það: „Eins og það sé einhver glóra í því fyrir þjóð sem á allt sitt undir viðskiptum við önnur lönd að forða sér aftur inn í torfkofana.“

Væri aðild að EES-samningnum forsenda þess að ríki væru ekki í torfkofunum, eins og Hanna Katrín orðaði það, ætti það væntanlega við um mikinn meirihluta ríkja heimsins. Heimurinn telur þannig tæplega tvö hundruð ríki og þar af eiga um 160 ekki aðild að samningnum. Þess í stað kjósa þessi ríki

...