Hannes H. Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands, hefur verið valinn einn af 400 merkustu félögum sögunnar í Pembroke College í Oxford í tilefni þess að garðurinn heldur upp á 400 ára afmæli sitt í ár, en hann var stofnaður árið 1624
Pembroke Hayek og stofnendur Hayek Society í Oxford vorið 1983. Frá vinstri: Chandran Kukathas, nú rektor viðskiptaháskólans í Singapúr, Hayek, Andrew Melnyk, nú prófessor í heimspeki í Missouri-háskóla, og Hannes.
Pembroke Hayek og stofnendur Hayek Society í Oxford vorið 1983. Frá vinstri: Chandran Kukathas, nú rektor viðskiptaháskólans í Singapúr, Hayek, Andrew Melnyk, nú prófessor í heimspeki í Missouri-háskóla, og Hannes.

Geir Áslaugarson

geir@mbl.is

Hannes H. Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands, hefur verið valinn einn af 400 merkustu félögum sögunnar í Pembroke College í Oxford í tilefni þess að garðurinn heldur upp á 400 ára afmæli sitt í ár, en hann var stofnaður árið 1624.

Á meðal annarra í hópi hinna 400 eru dr. Samuel Johnson orðabókarhöfundur, réttarheimspekingurinn sir William Blackstone, heimspekingurinn R.G. Collingwood (sonur W.G. Collingwoods sem ferðaðist um Ísland og gerði margar myndir frá landinu), J.R.R. Tolkien höfundur Hringadróttinssögu, en Tolkien var prófessor í fornensku, breski bílakóngurinn William Morris (Nuffield vísigreifi), bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn J. William Fulbright, breski stjórnmálamaðurinn Michael Heseltine lávarður, sem var lengi ráðherra og keppinautur Margaret Thatcher um forystu í

...