Dagur fær sæti, en varla þó

Uppröðun á lista flokkanna fyrir komandi kosningar er að ljúka og er í sumum tilvikum með öðrum hætti en oftast áður enda skammur fyrirvari. Í einstaka tilvikum hafa flokkarnir látið kjósa um sætin á fundi eða í prófkjöri en oftar eru það kjörnefndir eða jafnvel í raun formenn flokkanna sem raða á listana. Flokkur fólksins og Samfylking eru glögg dæmi um hið síðastnefnda og þar má sjá að þingmönnum er hiklaust skákað til, færðir neðar á lista eða jafnvel út.

Enginn þurfti að gera ráð fyrir öðru í tilviki Flokks fólksins en Samfylkingin vill vera breiðfylking og vill að landsmenn trúi því að innan flokksins sé skipulegt flokksstarf með lýðræðislegri þátttöku flokksmanna. Miðað við atburði síðustu daga er erfitt að ímynda sér að svo sé. Sótt er frægt fólk til að leiða lista án þess að nokkuð bendi til að það hafi áður fengist við slíkt starf eða tjáð sig um stjórnmál nema ef til vill

...