Í kosningabaráttu eru stjórnmálamenn ekki aðeins í framboði, af þeim er eiginlega offramboð. Ekki síst í fjölmiðlum, þar sem þeir fitja upp á stefnumálum og reyna að sýna á sér mannlega hlið.
Það er gagnlegt til kynningar á mönnum og málefnum, en karp og kappræður leiða einnig margt í ljós um bæði málefnin og mennina.
Almenningur fékk óvænta innsýn í það um helgina, þegar svör Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar til kjósanda í Grafarvogi voru opinberuð. Hún tók af öll tvímæli um ætlað aukahlutverk Dags B. Eggertssonar í þingliði Samfylkingar og útilokaði ráðherradóm hans, en ef það sefaði kjósandann ekki gæti hann einfaldlega strikað Dag út í kjörklefanum.
Í þessu fólust ótal fréttir, svo sem um samkomulagið í forystu flokksins, fyrirhugaðan ráðherralista og það að Kristrún, sem boðað hefur nýtt upphaf og ný stjórnmál, varð þarna uppvís að gamaldags baktjaldamakki.
Við blasa ótal spurningar, sem kjósendur þurfa að fá svör við. Þá
...