Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokksins segir vel hægt að reka ríkissjóð réttum megin við núllið. Hallarekstur hins opinbera sé ein meginorsök verðbólgu sem sé viðvarandi hér á landi. Hann segir flokk sinn hins vegar vilja breyta reglum á…
Spursmál
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokksins segir vel hægt að reka ríkissjóð réttum megin við núllið. Hallarekstur hins opinbera sé ein meginorsök verðbólgu sem sé viðvarandi hér á landi. Hann segir flokk sinn hins vegar vilja breyta reglum á íslenskum peningamarkaði þar sem vaxtaþaki yrði beitt gegn því sem hann kallar okurlánavexti.
Arnar Þór, sem er gestur Spursmála að þessu sinni, segir ótækt að á Íslandi séu hærri vextir við lýði en á nokkru öðru byggðu bóli í Evrópu að Úkraínu og Rússlandi undanskildum.
„Þegar við skoðum sögulegar heimildir, við þurfum ekki annað en að opna hina helgu bók að við sjáum að vaxtaokur er meira og minna bannað og hefur verið bannað í
...