Ég var 25 ára þegar ég fékk fyrst mannaforráð og þegar ég lít til baka hugsa ég með mér hvað þessi unga kona sem ég var vissi í raun lítið. Satt best að segja þá villtist ég inn í upplýsingatæknina fyrir þrjátíu árum,“ segir Valgerður Hrund Skúladóttir framkvæmdastjóri Sensa. „Ég lærði rafmagnsverkfræði og það var kreppa á þeim tíma, þetta var í kringum árið 1994 og bitnaði ástandið sérstaklega mikið á verkfræðingum. Ég hafði hætt í vinnunni minni og var ekki búin að hugsa það skref til enda þegar Guðný Harðardóttir hjá Strá heyrði í mér og hvatti mig til að fara í viðtal hjá Tæknivali. Mér leist nú bara alls ekki vel á það í byrjun. Ég man að hún sagði: „Farðu bara að hitta þá. Þetta eru alveg rosalega skemmtilegir strákar,“ segir Valgerður og brosir.
Atvinnuviðtalið var fyrir utan þægindaramma Valgerðar en hefur greinilega gengið glimrandi
...