Það er 1.131 fyrirtæki á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki í ár. Þetta eru ánægjulegar fréttir því að fyrirtækjum á listanum hafði lítið fjölgað eftir heimsfaraldurinn árið 2020. Þetta eru líka uppörvandi fréttir því að ýmislegt hefur gengið á undanfarna mánuði og ár. Háir vextir eru að sliga heimili og fyrirtæki, sundrung virðist vera að aukast í samfélaginu og fylgifiskur þess (eða undanfari) er aukið ofbeldi og svo virðast ráðamenn ekki geta staðið við skuldbindingar sínar lengur en örfá ár í einu með tilheyrandi stjórnarslitum sem óhjákvæmilega auka á óróleika og hafa áhrif á efnahagsmálin.

Fyrirtæki sem eru Framúrskarandi takast á við allar þessar áskoranir, rétt eins og aðrar áskoranir, sigrast á þeim og eru reynslunni ríkari. Það er aðdáunarvert. Það er ekki síst aðdáunarvert í ljósi þess að það er krefjandi að uppfylla þau skilyrði sem þarf til að

...