Dagar Ingigerður Erlingsdóttir
Ingigerður Erlingsdóttir sviðstjóri fasteignaumsjónar hjá Dögum.
Ingigerður Erlingsdóttir sviðstjóri fasteignaumsjónar hjá Dögum.

Dagar eru rótgróið en framsækið fyrirtæki, sem á rætur sínar að rekja til ársins 1980. Hjá okkur starfa tæplega 800 manns. Starfsstöðvar eru í Garðabæ, á Reykjanesi og á Akureyri,“ segir Ingigerður Erlingsdóttir, byggingarverkfræðingur og sviðstjóri á sviði fasteignaumsjónar hjá Dögum, sem eru umsvifamikið fyrirtæki á markaði. „Sérhæfing okkar byggist á áratugareynslu, framsækni og frábæru starfsfólki. Við höfum einsett okkur að vera í fremstu röð í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Upphaflega sérhæfðum við okkur í ræstingum en áherslurnar hafa þróast mikið á síðustu árum. Dagar eru nú leiðandi þjónustufyrirtæki í heildrænni fasteignaumsjón og öðrum daglegum rekstri fyrirtækja. Allt frá ISO14001 og Svans-vottuðum ræstingum til tæknimála, viðburðahalds, húsvörslu og umsjónar með grænu bókhaldi. Verkefni okkar eru mjög fjölbreytt,“ segir Ingigerður og bætir við: „Undir fasteignaumsjón fellur húsvarsla,

...