Eignaumsjón Daníel Árnason
Daníel Árnason framkvæmdastjóri Eignaumsjónar hefur gegnt stöðu sinni í 17 ár.
Daníel Árnason framkvæmdastjóri Eignaumsjónar hefur gegnt stöðu sinni í 17 ár. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Við sérhæfum okkur í að bjóða upp á faglega og trausta þjónustu með gagnsæjum verkferlum og öflugri upplýsingagjöf. Þannig gerum við rekstur húsfélaga og atvinnuhúsa bæði markvissari og hagkvæmari,“ segir Daníel Árnason framkvæmdastjóri Eignaumsjónar, fyrirtækis sem stofnað var árið 2000. „Tíminn líður hratt og hef ég nú fengið að leiða fyrirtækið sem framkvæmdastjóri þess í 17 ár. Það hefur verið heillaríkur og góður tími,“ segir hann.

„Eignaumsjón býður húsfélögum þrjár mismunandi leiðir í þjónustunni allt eftir því hvers mikla þjónustu þau vilja nýta sér. Þjónustuleið eitt snýr að öllu sem tengist fjármálum húsfélagsins, í þjónustuleið tvö bætist við að halda utan um aðalfundinn og í þjónustuleið þrjú er innifalin þjónusta í gegnum þjónustuverið og ráðgjöf varðandi reksturinn. Fjárreiður og bókhald er því sú grunnþjónusta sem í boði er. Við

...