Vinnvinn Jensína Kristín Böðvarsdóttir
Jensína Kristín Böðvarsdóttir framkvæmdastjóri og einn af eigendum ráðninga- og ráðgjafarfyrirtækisins Vinnvinn.
Jensína Kristín Böðvarsdóttir framkvæmdastjóri og einn af eigendum ráðninga- og ráðgjafarfyrirtækisins Vinnvinn. — Morgunblaðið/Hákon

Við sérhæfum okkur í ráðningum stjórnenda og sérfræðinga í öllum geirum atvinnulífsins og höfum tengt öflugasta fólkið við réttu fyrirtækin í yfir 25 ár. Það hefur verið nóg að gera allt frá því að við hófum störf,“ segir Jensína Kristín Böðvarsdóttir framkvæmdastjóri og einn af eigendum ráðninga- og ráðgjafarfyrirtækisins Vinnvinn. Fyrirtækið hefur verið rekið með hagnaði frá fyrsta degi og er eitt öflugasta ráðningafyrirtækið á Íslandi í dag. „Við Auður Bjarnadóttir og Hilmar Garðar Hjaltason stofnuðum Vinnvinn árið 2020. Hver dagur færir okkur ný og spennandi verkefni og erum við nú orðin fimm sem störfum hjá fyrirtækinu. Við vinnum nú reyndar á við níu manns, svo mikil er ástríðan fyrir starfinu,“ segir hún og brosir.

Jensína er með áhugaverða reynslu úr atvinnulífinu. Hún hóf störf við ráðningar árið 1997 þegar hún kom að stofnun Ráðningarþjónustu

...