Kapp Elfa Hrönn Valdimarsdóttir
Elfa Hrönn Valdimarsdóttir, einn eigenda Kapp, er spennt fyrir framtíð fyrirtækisins.
Elfa Hrönn Valdimarsdóttir, einn eigenda Kapp, er spennt fyrir framtíð fyrirtækisins. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Kapp er tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, vélasmíði, innflutningi og þjónustu á tækjabúnaði í sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað,“ segir Elfa Hrönn Valdimarsdóttir, einn eigenda fyrirtækisins. „OptimICE-krapavélin hefur verið í framleiðslu lengi og nú er komin ný krapavél sem nýtir koldíoxíð sem kælimiðil í stað F-gasa til að kæla fisk fljótt niður fyrir frostmark án þess að frjósa,“ segir hún stolt af þessari nýjung sem stuðlar að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. „Ég var einmitt að taka við verðlaunum frá Samtökum atvinnulífsins fyrir umhverfisframtak ársins 2024. Það er mikill heiður fyrir okkur enda öll fyrirtæki að fara þessa vegferð núna,“ segir Elfa, sem stofnaði fyrirtækið ásamt eiginmanni sínum, Frey Friðrikssyni, árið 2007.

Það kom aldrei neitt annað til greina hjá Elfu og Frey en að stofna fjölskyldufyrirtæki og

...