Alþjóðasetur Sigríður Vilhjálmsdóttir
Sigríður Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Alþjóðaseturs horfir björtum augum á framtíðina.
Sigríður Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Alþjóðaseturs horfir björtum augum á framtíðina.

Alþjóðasetur er rótgróið og leiðandi fyrirtæki á sviði alhliða tungumálaþjónustu á Íslandi. Helstu þjónustuflokkar okkar eru túlkun, þýðingar og neyðarþjónusta á öllum sviðum fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina,“ segir Sigríður Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðaseturs ehf.

Samfélagið hefur breyst töluvert mikið frá stofnun Alþjóðaseturs árið 2008 en það á sér farsæla 16 ára samfellda rekstrarsögu. „Fyrirtækið á sér jafnvel enn lengri sögu og á í raun rætur sínar að rekja til Alþjóðahúss, sem starfrækt var sem samstarfsverkefni sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins og Rauða krossins fram til ársins 2008,“ segir Sigríður.

Starfsemi Alþjóðahúss var á mörgum sviðum fjölþjóðamenningar en árið 2008 var starfseminni skipt upp og tók þá nýstofnað Alþjóðasetur við tungumálaþjónustunni.

...