Cozy Campers er fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og útleigu á vel útbúnum ferðabílum fyrir þá sem vilja upplifa ævintýri á Íslandi,“ segir Birkir Már Benediktsson, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem nýverið var valið Framúrskarandi fyrirtæki 2024. „Áður en ég stofnaði Cozy Campers rak ég bifreiðaverkstæði með Róberti Benediktssyni bróður mínum. Eftir þrjú ár í rekstri áttaði ég mig á því að sá iðnaður væri takmarkaður þegar kæmi að vaxtarmöguleikum. Á sama tíma var ferðaþjónustan að blómstra, og það voru fleiri „camperar“ á götum úti. Ég tók hins vegar eftir því að gæðum bílanna var ábótavant. Mér fannst innréttingarnar illa smíðaðar og sjálfur hefði ég ekki viljað ferðast í þessum bílum. Ég vissi strax að ég gæti gert betur. Eftir stutta umhugsun og rannsóknarvinnu ákvað ég að stofna Cozy Campers,“ segir Birkir.
Fyrirtækið
...