Flúðasveppir Georg Ottósson
Georg Ottósson, eigandi og framkvæmdastjóri Flúðasveppa.
Georg Ottósson, eigandi og framkvæmdastjóri Flúðasveppa.

Ég tók við rekstri Flúðasveppa árið 2005 en fyrirtækið var stofnað árið 1984. Fyrsta árið í rekstri framleiddum við 500 kíló af sveppum á viku og þótti það mjög góð framleiðsla. Nú framleiðum við 11 tonn á viku svo ræktunin hefur aukist talsvert. Við ræktum þrjár tegundir af sveppum sem eru hvítu matarsveppirnir, kastaníusveppir og portobello-sveppirnir sem þykja sérstaklega góðir fyrir meltinguna,“ segir Georg Ottósson, eigandi og framkvæmdastjóri Flúðasveppa ehf. sem er svepparæktun skammt frá Flúðum á Suðurlandi.

Flúðasveppir veltu rúmum 688 milljónum króna á síðasta ári en veltan var 450 milljónir árið 2019. Eignir félagsins voru metnar rúmar 539 milljónir í lok ársins í fyrra. „Ég er einn eigandi fyrirtækisins, sem vekur athygli margra því yfirleitt er búið að selja svona félög eins og mitt inn í lífeyrissjóðina. Það eru fáir með fyrirtækin alveg á sinni

...