Í dag starfa um 210 manns hjá JYSK á Íslandi. Hér er starfsaldurinn hár og lífaldurinn lágur enda mikið af ungu fólki sem starfar fyrir okkur. Það er gaman að sjá marga stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum hjá okkur,“ segir Rósa Dögg Jónsdóttir, markaðsstjóri JYSK á Íslandi. Hún segir spennandi tíma fram undan. „Í þessu risastóra alþjóðlega mengi eru allir að leggja sig fram um að vera betri í dag en í gær og það á heldur betur við um okkar frábæra starfsfólk,“ segir Rósa Dögg.
Eins og margir vita er JYSK rótgróið fyrirtæki á íslenskum markaði sem hefur rekið verslanir hér á landi frá árinu 1987 eða í 37 ár. Lengst af undir merkjum Rúmfatalagersins en nú undir merkjum JYSK eftir nafnbreytingu í fyrra. „JYSK sérhæfir sig í vörum fyrir svefninn, heimilið og garðinn og rekur sjö verslanir víða um land ásamt því að vera með gríðarlega öfluga vefverslun.
...