Við höfum ekki áhuga á að fá of mikið af úrgangi til urðunar,“ segir Hrefna Bryndís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands hf. Hún er ein af fáum leiðtogum á framúrskarandi fyrirtækjalistanum fyrir árið 2024 með þau skilaboð til viðskiptavina sinna. „Fyrirtækið er einfalt í sniðum og reksturinn gengur vel. Ég er í hálfu starfshlutfalli við framkvæmdastjórn félagsins en tveir til þrír starfsmenn vinna á urðunarstað. Fyrirtækið er einfalt í sniðum þó starfsemin geti vissulega verið flókin,“ segir hún.
Hrefna Bryndís hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra síðastliðin 25 ár, eigendur fyrirtækisins eru sveitarfélögin á Vesturlandi. „Við urðum úrganginn í Fíflholti á Mýrum í Borgarbyggð. Urðunarstaðurinn hefur verið rekinn á því landi frá árinu 1999 og þjónustum við svæði frá Hvalfirði í suðri til Gilsfjarðar í norðri, eða níu sveitarfélög með um
...