Björn Leví Gunnarsson
Björn Leví Gunnarsson

Þegar ég mætti í vinnuna í morgun þurfti ég að ganga fram hjá lögreglumanni sem hélt á hríðskotabyssu. Það var eitthvað ógnvekjandi við þessa sjón, eitthvað sem vakti tilfinningar um að öryggi okkar sé á veikum grunni. Miðað við að Selenskí var að halda ræðu inni í þinghúsinu finnst kannski einhverjum þetta eðlilegt – að inngangurinn að hjarta lýðræðis okkar sé varinn með slíkum vopnaburði. En fyrir mér var þetta óþægileg áminning um að samfélagið okkar er að breytast á ógnvekjandi hátt.

Þessi reynsla fékk mig til að hugsa um aukinn vopnabúnað, ekki bara hjá lögreglunni heldur einnig hjá ungmennum okkar. Munum við nokkurn tíma geta stigið skrefið til baka? Getum við fundið aftur það örugga samfélag sem við eitt sinn þekktum, saklausa Ísland þar sem fólk læsti ekki einu sinni útidyrahurðinni?

Það er oft þannig að hræðilegir atburðir gerast, og í

...

Höfundur: Björn Leví Gunnarsson