Einungis um 2,5% íslenskra fyrirtækja komast inn á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki en Creditinfo hefur valið fyrirtæki á þann lista í 15 ár, að undangengnum fjölda skilyrða. Það er því alls ekki auðvelt að komast á listann og sérstaklega í ár, að sögn Hrefnu Sigfinnsdóttur framkvæmdastjóra Creditinfo. „Árið 2024 hefur verið krefjandi í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja vegna hárra vaxta, kjarasamninga og ólgu á alþjóðamörkuðum. Það er því ánægjuefni að sjá að fyrirtækjum er að fjölga á listanum okkar á milli ára undir svona erfiðum aðstæðum. Þrátt fyrir að við höfum hert kröfur til að komast á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki þá hefur fyrirtækjum á listanum fjölgað um 12% í 1.131 fyrirtæki. Fyrirtækjum er því aftur að fjölga á listanum eftir litla fjölgun í kringum covid-19-faraldurinn. Þrátt fyrir þessa fjölgun, sem er ánægjuleg, skiptir miklu máli að ná verðbólgunni niður til að hægt sé að skapa
...