Bakaríið á sögu sína að rekja til Carls Fredriksens sem var fyrstur til að stofna brauðgerð í bænum en hann hóf brauðgerðina árið 1880. Fredriksen þótti vinnusamur og sanngjarn og þar sem hann átti ekki fjölskyldu sjálfur arfleiddi hann starfsfólkið að eigum sínum þegar hann féll frá,“ segir Snorri Stefánsson eigandi Sauðárkróksbakarís sem er í gamla bænum á Sauðárkróki í Skagafirði þar sem um 4.000 einstaklingar búa. Snorri er fimmti eigandi þessa þriðja elsta bakarís landsins. „Einungis Bernhöftsbakarí í Reykjavík og Gamla bakaríið á Ísafirði voru stofnuð fyrr. Það er að auki ekkert starfandi fyrirtæki í Skagafirðinum eldra en bakaríið en níu árum frá stofnun þess var Kaupfélag Skagfirðinga stofnað,“ segir hann.
Sauðárkróksbakarí hefur verið í fallegu húsnæði í Aðalgötu 5 frá árinu 1939 þegar húsið var reist. „Það var Ingólfur Nikk sem teiknaði
...