Ef til vill er rétt að kjósendur gangi um óvegu til að liðka ímyndunarafl til að finna um hvað er kosið og finni fyrir kaupmætti og lífskjörum.
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Vilhjálmur Bjarnason

Eitt sinn heyrði ritari af gömlum manni í Keflavík. Hann var sjálfstæðismaður og taldi að þeir sem ekki væru sjálfstæðisfólk væru ekki fólk. Að því leytinu voru þeir líkir, hugsjónamaðurinn í Sumarhúsum og sjálfstæðismaðurinn í Keflavík.

Það bar til fyrir einar alþingiskosningar að sjálfstæðismaðurinn í Keflavík færði það í tal við þingmann sinn og formann Sjálfstæðisflokksins, að flokkurinn stefndi að því að ná hreinum meirihluta og svo yrði aldrei kosið meira. Þá væri öllu réttlæti fullnægt. Formaður Sjálfstæðisflokksins taldi þetta athygli verða hugmynd en gerði annars lítið með hugmyndina. Sambærilegt fyrirkomulag var á Taívan, enda ekki hægt að kjósa í hernumdum kjördæmum.

Kosningamál

Ritari hefur fylgst með íslenskum stjórnmálum með þokkalegum hætti

...