Landspítalinn lítur svo á að störf forstöðuhjúkrunarfræðinga og forstöðulækna á spítalanum séu ekki sambærileg. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur kært kynbundinn launamun til kærunefndar jafnréttismála en ríflega 150 þúsund króna munur er á…
Ágreiningur Landspítala og hjúkrunarfræðinga greinir á.
Ágreiningur Landspítala og hjúkrunarfræðinga greinir á. — Morgunblaðið/Jón Pétur

Landspítalinn lítur svo á að störf forstöðuhjúkrunarfræðinga og forstöðulækna á spítalanum séu ekki sambærileg.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur kært kynbundinn launamun til kærunefndar jafnréttismála en ríflega 150 þúsund króna munur er á launum kvenkyns forstöðuhjúkrunarfræðinga og karlkyns forstöðulækna á tveimur sviðum spítalans. Forstöðumennirnir heyra undir framkvæmdastjóra, sem ýmist eru læknar eða hjúkrunarfræðingar en fá greidd sömu laun.

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru sjónarmið spítalans meðal annars að um sé að ræða störf sem krefjast ekki sambærilegrar hæfni og ábyrgðarsviðið sé ekki sambærilegt.

Spítalinn lítur svo á að um sé að ræða framlínustjórnendur. Framkvæmdastjórar séu ekki framlínustjórnendur heldur miðlægir stjórnendur og ekki sé hægt

...