Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Söngkonan og píanóleikarinn Guðrún Árný Karlsdóttir sendir frá sér plötuna Notaleg jólastund á streymisveitum á föstudag, 1. nóvember, og vínylplata er síðan væntanleg 15. nóvember. „Þetta er lifandi flutningur frá jólatónleikunum mínum í fyrra,“ segir hún, en plötunni verður fylgt eftir með kirkjutónleikum víða um land í desember.
Undirbúningurinn tók mörg ár, að sögn Guðrúnar Árnýjar. „Ég er mikið jólabarn, hef verið með jólatónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í mörg ár, hef verið að leita að „jólasándinu“ mínu og fann það loksins í fyrra.“ Hún bætir við að þegar hún hafi tekið upp tónleika hafi hún látið áheyrendur vita af því áður svo að þeir klappi ekki fyrr en að loknum síðasta tóni og því hafi upptökurnar tekist
...