Björgunarmenn kepptust í gær við að finna fólk sem enn var saknað eftir flóðin í Valensíuhéraði á Spáni. Hefur tala látinna hækkað enn og var staðfest í gær að 158 manns hið minnsta hefðu farist í flóðunum
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
Björgunarmenn kepptust í gær við að finna fólk sem enn var saknað eftir flóðin í Valensíuhéraði á Spáni. Hefur tala látinna hækkað enn og var staðfest í gær að 158 manns hið minnsta hefðu farist í flóðunum. Hafa því fleiri látist í þessum flóðum en í mesta mannskaðaflóði í sögu Spánar árið 1973, þegar 150 manns létu lífið.
Tólf hundruð hermenn tóku höndum saman með lögreglu og slökkviliðsmönnum í leitinni og Pedro Sánchez forsætisráðherra biðlaði
...