Þorgeir Eyjólfsson, Helgi Örn Viggósson og Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Í leiðbeiningum Embættis landlæknis um bólusetningar gegn Covid-19 er tekið fram „að bólusetning hafi ekki reynst mjög gagnleg til að hindra smit til eða frá bólusettum einstaklingi“. [1] Leiðbeiningarnar ná einnig til bólusetninga heilbrigðisstarfsmanna og tiltekur landlæknir að „bólusetning hafi lítil áhrif á dreifingu innan stofnunar“. Í leiðbeiningum landlæknis vegna örvunarbólusetninga haustsins liggur því fyrir að markmið þáverandi heilbrigðisráðherra með bólusetningu þjóðarinnar eins og hann lýsti því í grein í desember 2020 náðist ekki, en það var „að vernda fólk fyrir sjúkdómnum og að ná upp hjarðónæmi sem hindrar útbreiðslu faraldursins“. [2] Hefði almenningur vitað að bóluefnin komu hvorki í veg fyrir sýkingu né smit má telja öruggt að þátttakan í endurteknu
...