— Morgunblaðið/Eyþór

Erwing Brynjarsson starfsmaður Securitas náði í gær þeim merka áfanga að hafa hjólað 100.000 kílómetra á einu og sama hjólinu. Hjólið keypti hann notað árið 1995 í Kaliforníuríki þar sem hann bjó um stund og setti hann sér það markmið um aldamótin að ná 50.000 kílómetrum. Sú tala tvöfaldaðist svo síðar meir og var þeim áfanga svo náð í gær.

„Þetta er gríðarlega stór áfangi fyrir mig,“ segir Erwing í samtali við Morgunblaðið og undirstrikar hann að áfanginn sé einn sá stærsti í lífi hans en kílómetrana hefur hann haldið utan um með hraðamæli í gegnum tíðina.

Þá tekur hann það fram að hann hafi frá byrjun notað hjólið til að koma sér til og frá vinnu, burtséð

...