Hólmfríður Guðbjörg Tómasdóttir fæddist í Skálmholti, Villingaholtshreppi, 6. ágúst 1937. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 11. október 2024.

Foreldrar hennar voru hjónin Bergþóra Björnsdóttir, f. 20. mars 1910, d. 13. ágúst 1946, frá Refsstöðum í A-Húnavatnssýslu, og Tómas Guðbrandsson, f. 8. maí 1897, d. 27. júní 1984, frá Skálmholti. Systur Hólmfríðar: Elín, f. 1935, d. 2007, Anna María, f. 1939, d. 2018, Ásta Guðrún, f. 1939, og Brynhildur, f. 1943.

Hólmfríður giftist 13. október 1956 Jóni G. Guðmundssyni trésmið frá Stokkseyri, f. 3. ágúst 1933, d. 5. febrúar 2011. Foreldrar hans voru hjónin Guðríður Adolfína Jónsdóttir og Guðmundur Gísli Sigurjónsson frá Stokkseyri.

Börn þeirra: 1) Tómas, f. 5. júlí 1956, eiginkona hans er Inger Lise Myklebust, f. 1960. Börn þeirra eru:

...